Enski boltinn

Milner íhugar að leggja landsliðsskóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milner hefur leikið 61 landsleik fyrir England.
Milner hefur leikið 61 landsleik fyrir England. vísir/epa
James Milner, leikmaður Liverpool, hefur gefið það í skyn að hann muni hugsanlega leggja landsliðskóna á hilluna.

Hinn þrítugi Milner hefur leikið 61 landsleik en hefur sjaldan verið í stóru hlutverki hjá enska liðinu. Hann spilaði t.a.m. aðeins þrjár mínútur á EM í Frakklandi fyrr í sumar.

„Ég hef ekki spilað mikið með landsliðinu undanfarin ár,“ sagði Milner sem vill ekki taka spiltíma frá ungum og efnilegum leikmönnum.

„Ég er lánsamur að hafa spilað með ensku landsliðunum frá því ég var 17-18 ára. Ég var í U-21 ára liðinu, fór svo upp í A-landsliðið og hef spilað yfir 100 landsleiki.

„Ég er búinn að fara á fjögur stórmót en kannski hefði yngri leikmaður grætt meira á því að fara á EM 2016 en ég.“

Næsti leikur enska landsliðsins er gegn Slóvakíu, 4. september, í undankeppni HM 2018. Það verður jafnframt fyrsti leikur enska liðsins undir stjórn Sams Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×