Erlent

Palestína strokuð út af Google Maps

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin er tekin á friðsömum tíma á strandlengju Gaza.
Myndin er tekin á friðsömum tíma á strandlengju Gaza. Vísir/Getty
Samtök palestínskra blaðamanna hafa mótmælt þeirri aðgerð Google að fjarlægja landið frá kortum sínum. Landamærin þar sem veggur aðskilur nú hernumin svæði Palestínu, samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, frá Ísrael hafa nú verið fjarlægð af Google Maps og vilja samtökin (PFJ) meina að það sé skýr tilraun til sögufölsunar af hálfu Google. Fram til þessa hefur Palestína verið hluti af Google Maps en nú hafa bæði Vesturbakkinn og Gaza verið staðsett innan landamæra Ísrael.

Ísraelsríki hefur ekki samþykkt Palestínu sem ríki en það gera 137 önnur ríki heims, þar á meðal Ísland. Á Google er svæðið allt sagt vera undir ríki Ísrael. Nú er í undirbúningi formleg beiðni frá fjölda mannúðarsamtaka til Google að lagfæra þessa breytingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×