Erlent

Delta aflýsir hundruðum flugferða annan daginn í röð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugfélagið er enn að vinna upp tafir gærdagsins.
Flugfélagið er enn að vinna upp tafir gærdagsins. Vísir/Getty
Bandaríska flugfélagið Delta hefur neyðst til þess að aflýsa þrjú hundruðum flugferða í dag vegna bilunar sem varð í gær innan tölvukerfis flugfélagsins. Flugfélagið er enn að glíma við afleiðingar bilunarinnar.

Fresta þurfti hátt í eitt þúsund flugferðum í gær og hátt í þrjú þúsund flugferðum var frestað vegna bilunarinnar sem varð í höfuðstöðvum flugfélagsins í Atlanta í Bandaríkjunum. Nokkrar klukkustundir tók að komast fyrir bilunina en vegna þess hve mikil áhrif hún hafði á gríðarlegan fjölda flugferða er flugfélagið enn að vinna upp tafirnar sem urðu á ferðum farþega flugfélagsins.

Alls er búið að fresta um 600 flugferðum í dag en rúmlega þúsund farþegar máttu gista á Narita-flugvelli fyrir utan Tókíó í Japan í nótt vegna bilunarinnar. Forsvarsmenn Delta reikna með enn frekari töfum þangað til að tekst að vinna upp þær tafir sem hafa orðið á áætlunum flugfélagsins. Hefur það boðið farþegum sem áttu miða í aflýst flug 200 dollara gjafakort, um 20 þúsund króna virði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×