Erlent

Erdogan og Pútín hittast til að núllstilla samskipti ríkjanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Er þetta fyrsta opinbera heimsókn forseta Tyrklands eftir valdaránstilraunina í síðasta mánuði.
Er þetta fyrsta opinbera heimsókn forseta Tyrklands eftir valdaránstilraunina í síðasta mánuði. Vísir/EPA
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, mun hitta kollega sinn, Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, á fundi í St. Pétursborg í Rússlandi í dag. Markmið fundarins er að bæta samskipti ríkjanna sem hafa verið í mikilli lægð frá því að tyrkneski herinn skaut niður rússneska herþotu yfir landamærum Sýrlands og Tyrklands á síðasta ári.

Áður en að Erdogan hélt af stað til Rússlands talaði hann um Pútín sem vin sinn og að Rússlandsförin væri upphafið af nýjum kafla í samskiptum ríkjanna. Rússar brugðust hart við þegar rússneska herþotan var skotin niður og settu viðskiptabann á Tyrkland auk þess sem að ferðaskrifstofum var bannað að selja ferðir til Tyrklands.

Fyrr á árinu baðst Erdogan afsökunar á því að flugvélin hafi verið skotið niður en búist er við að fundurinn í dag muni að mestu snúast um hvernig endurreisa megi viðskiptatengsl á milli ríkjanna.

Er þetta fyrsta opinbera heimsókn Erdogan til erlends ríkis frá því að gerð var tilraun til valdaráns í síðasta mánuði. Segir stjórnmálaskýrandi BBC að ljóst sé að Rússar séu reiðubúnir til þess að taka Tyrkjum opnum örmum eftir að samskipti Tyrklands við vestræn ríki hafa versnað í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Um átján þúsund manns hafa verið handteknir eftir valdaránstilraunina.


Tengdar fréttir

Rússnesk herþota rauf lofthelgi Tyrklands

Rússnesk herþota rauf lofthelgi Tyrklands í gær en mikil spenna er í samskiptum ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×