Enski boltinn

Gylfi missti liðsfélaga til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ayew í leik með Swansea.
Ayew í leik með Swansea. vísir/getty
Andre Ayew er kominn til West Ham en hann var í dag seldur frá Swansea fyrir 20,5 milljónir punda, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Þetta kom fram á BBC í kvöld.

Ayew kom frítt frá Marseille fyrir ári síðan og skoraði tólf mörk fyrir Swansea á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann varð í dag dýrasti leikmaður West Ham frá upphafi.

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Swansea hafa því misst mikilvægan leikmann úr sínu liði en Gylfi ákvað á dögunum að vera um kyrrt hjá félaginu og gerði nýjan fjögurra ára samning.

West Ham hefur nú fengið fimm leikmenn til liðs við sig fyrir komandi leiktíð en fyrir voru þeir Sofiane Feghouli, Håvard Nordtveit, Ashley Fletcher og Arthur Masuaku.

West Ham hefur leiktíðina á mánudagskvöld þegar liðið mætir Chelsea á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×