Erlent

Öllum flugum Delta frestað vegna kerfisbilunar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekki er vitað hvað olli biluninni í kerfum flugrisans.
Ekki er vitað hvað olli biluninni í kerfum flugrisans. Vísir/Getty
Öllum flugum bandaríska flugfélagsins Delta hefur verið frestað vegna kerfisbilunar. Ekki er vitað hvað olli biluninni eða hve langan tíma mun taka að lagfæra hana.

Einn farþegi hafði beðið í flugvél eftir flugtaki í um klukkutíma áður en þeim var vísað aftur inn í flugstöð. Þetta kemur fram á vef fréttastofu BBC.

Delta hefur reynt að svara fyrirspurnum strandaðra farþega á Twitter, en bilunin hefur ekki áhrif á flug sem þegar eru komin í loftið. Farþegar virðast ekki getað fengið upplýsingar um flug sín eða haft samband við flugfélagið símleiðis sökum bilunarinnar.

Delta er eitt stærsta flugfélag heims og um 180 milljón farþega ferðast með flugfélaginu árlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×