Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði í slagnum um Vín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi í leik með Íslandi á EM.
Arnór Ingvi í leik með Íslandi á EM. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rapid Vín þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á grannaslagnum gegn Austria Vín.

Arnór Ingvi kom gestunum í Rapid fir á 33. mínútu, en tíu mínútum síðar fór hann af velli meiddur.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Olarenwaju Kayode jafnaði fyrir Austria á 63. mínútu. Það tók Rapid þó ekki nema tvær mínútur að komast aftur yfir og það gerði Louis Schaub, en Srdjan Grahovac innsiglaði svo sigurinn undir lokin.

Bæði lið eru með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina, en Altach er á toppnum með fullt hús stiga, níu stig.

Rúnar Már Sigurjónsson var tekinn af velli í hálfleik þegar Grasshopper tapaði 2-1 fyrir St. Gallen á útivelli í dag í svissnesku úrvalsdeildinni í dag.

St. Gallen var 1-0 yfir í hálfleik, en Rúnar Már hafði byrjað afar vel í treyju Grasshopper. Grasshopper er með þrjú stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×