Enski boltinn

Mourinho setur stefnuna á titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á blaðamannafundi í vikunni.
Mourinho á blaðamannafundi í vikunni. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur sett pressu á sína leikmenn og segir að markmiðið hjá United á þessu tímabili sé að vinna ensku úrvalsdeildina.

Manchester United mætir Leicester í Samfélagsskildinum í dag, en Mourinho segir að hann vilji setja kröfur á leikmenn sína þrátt fyrir það að markmiðin væru of metnaðarfull.

„Ég vil búa til eftirvæntingu og vil að leikmennirnir fini það,” sagði Mourinho sem er á sínu fyrsta tímabili með United. Hann vann titil á sínu fyrsta tímabili með Chelsea.

„Stundum á mínum ferli hef ég búið til óraunhæfar kröfur. Með því að gera það ýtiru liðinu út í óraunhæf markmið - að vinna Meistaradeildina með Porto og Inter er óvænt.”

„Það voru mjög áhættusöm markmið og skotmörk. Að vinna deildina á fyrsta ári er svipað, en mér líkar vel við það. Fólk segir að það sé hrokafullt og svoleiðis, en það er ekkert vandamál fyrir mig,” sagði þessi skrautlegi þjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×