Enski boltinn

Wenger: Aldurinn vinnur ekki með Zlatan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger á blaðamannafundinum.
Wenger á blaðamannafundinum. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki 100% klárt að Zlatan Ibrahimovic muni gera það gott í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni sem hefst eftir viku.

Ibrahimovic gekk í raðir United í sumar eftir að hafa átt frábæran feril með Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona og PSG. Það tók hann fjórar mínútur að komast á blað hjá United með bakfallsspyrnu.

„Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvernig honum muni ganga,” sagði Wenger í samtali við fjölmiðla fyrir síðasta æfingarleik Arsenal á þessu tímabili, en hann er gegn Man. City í dag.

„Hann er með gæði og löngun til að gera vel, en það vinnur gegn honum er að hann er ekki ungur lengur, svo þú verður að efast um það í hverjum leik.”

United mætir Leicester í Samfélagsskildinum í dag, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15.00. Það markar upphaf tímabilsins á Englandi og segir Wenger að hann hafi verið hrifinn af Zlatan á síðasta tímabili.

„Frá því sem ég sá á síðasta tímabili hjá PSG var það fullkomnasta tímabilið hans sem einstaklingsleikmaður og sem liðsmaður. Hann var frábær liðsmaður á síðasta tímabili,” sagði Wenger og bætti við að lokum:

„Hann mun koma með eitthvað inn í lið Man. United. Hann er sigurvegari, hefur karakter og mun gefa þeim styrk sem og hans einstaklingsgæði,” sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×