Enski boltinn

Carragher: Liverpool þarf varnarmann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carragher vinnur sem spekingur í sjónvarpinu.
Carragher vinnur sem spekingur í sjónvarpinu. vísir/afp
Liverpool þarf að krækja í vinstri bakvörð áður en leiktíðin hefst, en þetta er mat goðsagnarinnar Jamie Carragher sem lék í fjölda ára í vörn þeirra rauðklæddu.

Sadio Mane, Divock Origi og Marko Grujic voru á skotskónum fyrir Liverpool sem vann 4-0 sigur á Barcelona í æfingarleik á Wembley í gær.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, byrjaði með James Milner í vinstri bakverðinum, en hann fór svo af velli vegna meiðsla og Alberto Moreno kom inn í bakvörðinn í hans stað.

Liveprool hefur undanfarnar vikur reynt að krækja í Ben Chilwell, ungan strák frá Leicester, en þeir virðast ekki ná að klófesta hann og það eru vonbrigði segir Carragher.

„Ég held að Klopp þurfi að styrkja liðið varnarlega. Ég vona að einhver muni koma inn eftir að ungi strákurinn frá Leicester kom ekki,” sagði Carragher.

„Ég held að það sé ekki hægt að fara inn í tímabil með bara einn náttúrulegan vinstri bakvörð. Ég hef verið gagnrýninn á Alberto Moreno, en vonandi bætir hann sig því hann er eldri og er að vinna með Jurgen Klopp. Ég held að þetta sé eina staðan sem Liverpool þarf að bæta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×