Erlent

Hart sótt að ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS.
Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. vísir/Getty
Herafli á vegum bandalags Kúrda og Araba í Sýrlandi hefur nú nánast náð fullum yfirráðum yfir sýrlenska bænum Manbij úr höndum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Bærinn þykir hernaðarlega mikilvægur og hefur verið barist um hann síðustu tvö mánuði.

Bandaríkjaher studdi sókn Kúrda og Araba að bænum sem staðsettur er við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Mikilvægar samgönguæðar liggja í gegnum bæinn og því var lögð áhersla á að sækja að ISIS í bænum sem hefur haft yfirráð yfir honum síðustu tvö árin.

Bærinn var ein helsta tenging höfuðvígis ISIS, Raqqa, við landamæri Tyrklands og Sýrlands og þau svæði sem samtökin ráða yfir í grennd við borgina Aleppo. Voru vegir í grennd við bæinn mikið notaðir til þess að koma vopnum og birgðum inn og út úr Raqqa.

Hart hefur verið sótt að ISIS undanfarna mánuði og hefur yfirráðasvæði samtakanna í Sýrlandi og Írak dregist töluvert saman. Hafa stjórnvöld í Írak endurheimt fjölmargar borgir sem áður voru undir stjórn ISIS en Mosul í Írak, auk Raqqa í Sýrlandi, eru enn undir stjórn ISIS.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×