Enski boltinn

Flanagan orðinn samherji Jóhanns Berg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Flanagan er að komast aftur í gang eftir erfið meiðsli.
Flanagan er að komast aftur í gang eftir erfið meiðsli. vísir/epa
Bakvörðurinn Jon Flanagan er genginn til liðs við Burnley á láni frá Liverpool. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Flanagan er uppalinn hjá Liverpool og vann sér fast sæti í aðalliðinu tímabilið 2013-14, þegar Rauði herinn var hársbreidd frá því að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn frá 1990.

Flanagan missti hins vegar af öllu tímabilinu 2014-15 vegna hnémeiðsla og lék aðeins átta leiki á síðasta tímabili.

Flanagan lék sinn fyrsta og eina A-landsleik fyrir England í aðdraganda HM 2014.

Burnley tekur á móti Swansea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 13. ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×