Enski boltinn

Mourinho: Ég varð að taka mína ákvörðun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho á fundinum í dag.
Mourinho á fundinum í dag. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, svaraði spurningum blaðamanna um meðferðina á Bastian Schweinsteiger sem hefur verið mikið gagnrýnd síðustu daga.

Mourinho hefur augljóslega engan áhuga á að nota Þjóðverjann og hefur látið hann æfa einan og með unglingaliðinu. Hann hefur ekki komið nálægt aðalliðinu.

„Ég varð að taka mína ákvörðun. Einfalt. Svona gerist hjá félögum um allan heim,“ sagði Mourinho yfirvegaður en hann ætlar að fá annan miðjumann í staðinn. Engum dylst að Mourinho er að reyna að kaupa Paul Pogba.

„Við erum með 22 leikmenn núna. Við munum verða með 23. Pogba er enn leikmaður Juventus en markaðurinn lokar 31. ágúst. Við viljum samt helst klára okkar mál fyrir 14. ágúst.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×