Í dag hefst keppni í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í Ríó og verða allir leikirnir sýndir beint á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.
Alls fara átta leikir fram í dag en sá fyrsti er á milli Íraks og Danmerkur og hefst klukkan 16.00. Neymar og heimamenn í Brasilíu mæta svo Suður-Afríkumönnum klukkan 19.00 í kvöld en öll þessi lið leika í A-riðli.
Keppt er í fjórum riðlum á Ólympíuleikunum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í fjórðungsúrslitin.
Liðin eru skipuð leikmönnum sem eru 23 ára og yngri (fæddir 1. janúar 1993 eða síðar) en hverju liði er heimilt að vera með þrjá eldri leikmenn í liði sínu.
Sýnt verður einnig frá körfubolta og golfi á Stöð 2 Sport og Golfstöðinni en þá verður einnig mikið sýnt frá leikunum á íþróttavef Vísis. Bein útsending verður frá setningarathöfninni í Ríó annað kvöld á Vísi.
Leikir dagsins:
16.00 Írak - Danmörk (Sport)
18.00 Hondúras - Alsír (Sport 2)
19.00 Brasilía - Suður-Afríka (Sport 3)
20.00 Mexíkó - Þýskaland (Sport 2)
21.00 Portúgal - Argentína (Sport 5)
22.00 Svíþjóð - Kólumbía (Sport 3)
23.00 Fiji - Suður-Kórea (Sport 2)
01.00 Nígería - Japan (Sport)
Átta beinar útsendingar frá Ríó
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
