Klámvædd poppmenning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:30 Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir verkið Köld nánd í kvöld. Vísir/Hanna Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira