Fótbolti

Handtekinn fyrir kynferðislega áreitni á unglingamóti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Norska lögreglan hefur handtekið þjálfara á unglingamótinu Norway Cup fyrir kynferðislega áreitni.

Maðurinn er sagður vera þjálfari erlends liðs og hann á að hafa áreitt fimm norskar stelpur á aldrinum 14 til 16 ára. Lögreglan útilokar ekki að hann hafi áreitt fleiri.

Hann var handtekinn í gistiaðstöðu síns liðs í skóla í Osló og er nú í yfirheyrslum hjá lögreglunni.

Sjá einnig: Þjálfari ákærður í Svíþjóð fyrir kynferðisbrot á stærsta unglingamóti heims

Lögreglan segist hafa vísbendingar um að þjálfarinn hafi áreitt fleiri stúlkur og einnig drengi. Hún vill þó ekkert gefa upp um hvers kyns brot sé að ræða nákvæmlega.

Annað mál af svipuðum toga kom upp á Gothia Cup í Gautaborg fyrr í sumar. Þá var þjálfari norður-afrísks fótboltaliðs kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum á mótinu. Lesa má um það mál hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×