Enski boltinn

Er Draxler loksins á leiðinni til Arsenal?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Draxler í leik með Þýskalandi á EM.
Draxler í leik með Þýskalandi á EM. vísir/getty
Þýski landsliðsmaðurinn Julian Draxler hefur staðfest að hann vilji yfirgefa herbúðir Wolfsburg áður en tímabilið hefst.

Þessi yfirlýsing er þvert á yfirlýsingu Wolfsburg sem sagði leikmanninn vilja vera áfram. Draxler segir það vera rugl. Félagið hafi vitað af þessu í þrjár vikur.

Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal í sumar og það ekki í fyrsta skipti.

„Félagið á að tala við mig áður en það tjáir sig. Ég gerði þjálfara liðsins það ljóst eftir EM að ég vildi fara frá félaginu. Þjálfarinn hefur vitað af þessu í þrjár vikur og því er skrítið að hlusta á það sem kemur frá félaginu,“ sagði Draxler.

Leikmaðurinn kom frá Schalke fyrir síðustu leiktíð og skrifaði þá undir fimm ára samning. Þá fékk hann líka loforð um að mega fara ef eitt af stóru liðum Evrópu vildi kaupa hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×