Vilja að herstöðin í Keflavík verði opnuð á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2016 21:20 Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna herstöðina í Keflavík í nýrri skýrslu. vísir/Vilhelm Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar í Keflavík á nýjan leik í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS).Skýrslan nefnist Neðansjávarhernaður í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir rúmri viku. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum. Í skýrslunni segir að Rússar hafi aukið umsvif sín neðansjávar, bæði á Eystrasalti sem og á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi látið það hjá líðast að viðhalda styrk sínum til þess að sporna við þessari þróun auk þess sem að auka þurfi á samstarf á milli ríkjanna á svæðinu. Mikilvægt sé að þessari þróun sé snúið við og er því mælt með að opnuð verði á nýjan leik herstöð Bandaríkjanna í Keflavík auk þess sem að hvetja eigi Norðmenn til þess að opna á nýjan leik kafbátabækistöð sína í Olafsvern í Norður-Noregi. Bækistöðin er nú leigð af rússneskum fyrirtækjum.Í febrúar var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra sagði þó þá að engar viðræður hafi átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Stutt er þó síðan Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrituðu yfirlýsingu aukið varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna.Yfirlýsingin kveður meðal annars á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátaleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál og viðhald og rekstur varnarmannvirkja. Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar í Keflavík á nýjan leik í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS).Skýrslan nefnist Neðansjávarhernaður í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir rúmri viku. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum. Í skýrslunni segir að Rússar hafi aukið umsvif sín neðansjávar, bæði á Eystrasalti sem og á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi látið það hjá líðast að viðhalda styrk sínum til þess að sporna við þessari þróun auk þess sem að auka þurfi á samstarf á milli ríkjanna á svæðinu. Mikilvægt sé að þessari þróun sé snúið við og er því mælt með að opnuð verði á nýjan leik herstöð Bandaríkjanna í Keflavík auk þess sem að hvetja eigi Norðmenn til þess að opna á nýjan leik kafbátabækistöð sína í Olafsvern í Norður-Noregi. Bækistöðin er nú leigð af rússneskum fyrirtækjum.Í febrúar var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra sagði þó þá að engar viðræður hafi átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Stutt er þó síðan Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna undirrituðu yfirlýsingu aukið varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna.Yfirlýsingin kveður meðal annars á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátaleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál og viðhald og rekstur varnarmannvirkja.
Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bandaríkin og Ísland undirrita yfirlýsingu um aukið varnarsamstarf Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006. 29. júní 2016 22:04
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Hafa áhyggjur af því að verið sé að taka fyrstu skrefin í átt að endurkomu Bandaríkjahers Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis segir að yfirlýsing sem íslensk stjórnvöld undirrituðu við bandarísk stjórnvöld í vikunni um aukið varnarsamstarf sé tímaskekkja. 30. júní 2016 10:59