Lífið

Sex ára en alls ekki á sinni fyrstu Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hekla hafði það gott í Herjólfsdal.
Hekla hafði það gott í Herjólfsdal.
„Ég veit ekki hvað ég er búin að fara oft á Þjóðhátíð,“ segir Hekla Sól Nökkvadóttir  í Herjólfsdal en Hekla er sex ára og var ekki að fara á sína fyrstu Þjóðhátíð.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með.

„Ég á heima í Garðabæ en amma mín og afi eiga heima hér í Vestmannaeyjum. Mér finnst skemmtilegast að horfa á alla spila á sviðinu,“ sagði Hekla sem var spennt fyrir brennunni á föstudagskvöldinu í Vestmannaeyjum.


Tengdar fréttir

Baksviðs með FM95BLÖ: Þegar allt trylltist á Þjóðhátíð

"Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum.

„Við viljum engan helvítis bleikan fíl í dalinn“

„Við erum sjö til átta vinkonur sem ákváðum að vera ruðningslið með lukkudýri,“ segir Sara Hlín Sölvadóttir, sem mætti í skemmtilegum búningi í Herjólfsdal ásamt vinkonum sínu en árlega er búningakeppni í Herjólfsdal og mæta margir vinahópar í allskonar búningum á Þjóðhátíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×