Enski boltinn

Jón Daði farinn til Úlfanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Daði í búningsklefa Úlfanna.
Jón Daði í búningsklefa Úlfanna. mynd/wolves
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á leið í enska boltann en hann samdi í dag við Wolves.

Jón Daði skrifaði undir þriggja ára samning við Úlfana í dag. Hann kemur til félagsins frá Kaiserslautern. Kaupverðið var ekki gefið upp.

„Þetta er félag með mikinn metnað og mikla sögu. Hér eru líka frábærar aðstæður og það var auðvelt að ákveða að koma hingað. Ég er gríðarlega hamingjusamur með þetta,“ sagði Jón Daði við heimasíðu félagsins.

„Enski boltinn er mjög vinsæll á Íslandi og ég hef alltaf stefnt á það að komast í enska boltann. Það er eitthvað við fótboltann hér sem hefur alltaf heillað mig.“

Jón Daði er uppalinn hjá Selfossi. Þaðan fór hann til Viking í Noregi og loks til Kaiserslautern. Frábær frammistaða hans á EM eflaust þátt í því að hann er kominn í enska boltann.

Wolves leikur í ensku B-deildinni og varð í 14. sæti í deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×