Enski boltinn

Man. Utd fór illa með mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moyes í leik með Man. Utd.
Moyes í leik með Man. Utd. vísir/getty
Knattspyrnustjórinn David Moyes segist ekki hafa fengið sanngjarna meðhöndlun hjá Man. Utd er hann var stjóri þar.

Skotinn náði ekki einu tímabili með félagið en hann skrifaði undir sex ára samning. United komst ekki í Evrópukeppni tímabilið sem Moyes stýrði liðinu.

Þá fór Moyes til Real Sociedad á Spáni þar sem hann lenti líka í erfiðleikum. Þrátt fyrir vesenið á Old Trafford þá trúir Moyes því enn að hann hafi verið rétti maðurinn í starfið.

„Það er ekki að ástæðulausu að mönnum eru boðin stóru störfin hjá Real Madrid, Barcelona og Man. Utd. Ég hef alltaf sagt að ég fékk ósanngjarna meðferð hjá Man. Utd. Ég skrifaði undir sex ára samning en fékk bara að vinna í tíu mánuði,“ sagði Moyes sem er tekinn við liði Sunderland.

„Ég vann ekki nóg af fótboltaleikjum með United en það má segja að aðstæður hafi verið erfiðar. Það sem gekk á í kjölfarið réttlætir þá skoðun mína enn frekar. Það sem ég tók úr þessum tíma er hvernig það er að starfa á toppnum. Ég trúi því að þar geti ég verið og þar ætti ég að vera að vinna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×