Enski boltinn

Wilshere glímir við hnémeiðsli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wilshere var með enska landsliðinu í sumar.
Wilshere var með enska landsliðinu í sumar. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að miðjumaðurinn Jack Wilshere eigi við smávægileg meiðsli að stríða í hné.

Þessi 24 ára leikmaður hefur ekki leikið í 90 mínútur fyrir Arsenal síðan í september 2014 og hefur hann verið mikill meiðslapési.

Wilshere var fjarverandi í æfingaleik Arsenal gegn CD Guadalaja í Los Angeles í gærkvöldi en liðið vann 3-1 sig. Wenger segir að meiðslin séu ekki alvarleg og hann muni halda áfram að ferðast með Arsenal í æfingarferðinni.

Arsenal leikur sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni 14. ágúst gegn Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×