Enski boltinn

Rooney: Pogba á óunnið verk eftir hjá Man. Utd.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Pogba kátur á EM eftir sigur á Íslandi í sumar. .
Paul Pogba kátur á EM eftir sigur á Íslandi í sumar. . vísir/epa
Wayne Rooney, fyrirliðið Manchester United, segir að félagið sendi út mjög skýr skilaboð með því að fá Paul Pogba til liðsins.

Allar líkur eru á því að Pogba skrifi undir við United í vikunni og komi til félagsins frá Juventus fyrir metfé, en United hefur aldrei greitt eins háa upphæð fyrir knattspyrnumann.

Pogba yfirgaf Manchester United fyrir fjórum árum og gekk þá í raðir Juventus. Síðan þá hefur hann orðinn að einum besta leikmanni heims.

„Ég held að Pogba vilji koma aftur til okkar og sanna fyrir öllum að hann er leikmaður á heimsmælikvarða,“ segir Rooney í samtali við Daily Mail.

„Ef hann er spenntur fyrir því að spila með okkur, þá erum við mjög spenntir að fá hann í liðið. Ég er nokkuð viss um að hann líti á hlutina þannig að hann eigi óunnið verk eftir hjá félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×