Enski boltinn

Chelsea að bjóða tíu milljarða í Lukaku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Romelu Lukaku ætlar sér stóra hluti.
Romelu Lukaku ætlar sér stóra hluti. vísir/getty
Forráðamenn Chelsea eru tilbúnir að hækka sitt tilboð í Romelu Lukaku upp í 68 milljónir punda eða því sem samsvarar tíu milljarðar íslenskra króna.

Lukaku er í dag samningsbundinn Everton en hann var leikmaður Chelsea á árunum 2011-2014.

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, ætlar að leggja höfuð áherslu á að fá leikmanninn til liðsins eftir að hann missti af Alvaro Morata, leikmann Real Madrid, til liðsins.

Everton hefur nú þegar hafnað tilboði frá Chelsea í Lukaku upp á 57 milljónir punda. Leikmaðurinn skoraði 25 mörk fyrir Everton á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×