Enski boltinn

Arsenal hitaði upp fyrir leikinn gegn Birni Daníel og félögum með sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rob Holding fagnar marki sínu.
Rob Holding fagnar marki sínu. vísir/getty
Arsenal bar sigurorð af mexíkóska liðinu Guadalajara Chivas, 3-1, í vináttuleik í Kaliforníu í nótt.

Miðverðirnir ungu, Rob Holding og Calum Chambers, bjuggu fyrsta markið til á 34. mínútu. Chambers átti þá sendingu á Holding sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal.

Staðan var 1-0 í hálfleik en strax eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Alex Oxlade-Chamberlain annað mark Arsenal.

Á 56. mínútu kom varamaðurinn Chuba Akpom boltanum í netið og staðan því 3-0. Ángel Zaldívar lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og 3-1 sigur Arsenal staðreynd.

Næsti leikur Arsenal er gegn Birni Daníel Sverrissyni og félögum í norska liðinu Viking á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×