Lífið

IKEA rannsakar hvort tíundi hver Evrópubúi sé getinn á rúmum þess

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hvað ætli margir Íslendingar eigi rætur sínar að rekja hingað?
Hvað ætli margir Íslendingar eigi rætur sínar að rekja hingað? Vísir/Vilhelm
Því er oft fleygt fram að um tíu prósent Evrópubúa séu getnir á rúmi frá húsgagnarisanum IKEA. Já eða fimm prósent allra Breta. Orðrómar um slíkt hafa verið uppi í þónokkur ár.

The New York Times nefndi þetta í nýlegri grein sinni Ikea Forever, og síðan þá hafa fjölmargir miðlar haldið því fram að einn af hverjum tíu íbúum Evrópu megi rekja til dýnu frá IKEA. Flestir miðlar vitna í grein The New York Times.

Vefsíðan Indy100, sem er rekin af The Independent, grennslaðist fyrir um málið og sögðust talsmenn IKEA ætla að rannsaka hvort að eitthvað væri til í tölfræðinni.

Ríflega 884 milljónir manns heimsækja IKEA árlega og því töluvert margir sem eiga IKEA rúm. Nú er að bíða og sjá hvort að rétt reynist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.