Lífið

Bein útsending: „Læti Lalalalalæti“ þegar Valdimar tekst á við kílómetrana tíu

Valdimar Guðmundsson er í heljarinnar átaki sem hefur vakið landsathygli. Hann er klár í slaginn.
Valdimar Guðmundsson er í heljarinnar átaki sem hefur vakið landsathygli. Hann er klár í slaginn. Mynd af Facebook-síðu Valdimars
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár en kappinn ætlar að fara tíu kílómetra í ár. Valdimar styrkir Krabbameinsfélagi Íslands en hann hefur æft af kappi undanfarnar vikur.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, ætlar að fylgja Valdimar eftir hvert fótmál kílómetrana tíu og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér að neðan. Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili hlaupsins.



 

Fyrir þá sem af einhverjum ástæðum sjá ekki útsendinguna hér að ofan má finna hana á Facebook síðu Íslandsbanka.

Fróðlegt verður að sjá hvernig gengur hjá Valdimari en babb kom í bátinn í vikunni þegar hann meiddist í baki. Hann sagðist þó í gær reikna með því að verða orðinn góður í dag. 

Fyrirsögnin er vísun í eitt vinsælasta lag Valdimars, Yfirgefinn, sem má hlusta á hér að neðan.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.