Lögreglustjóri um bandarísku sundkappana: „Afsökunarbeiðni væri vel þegin“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 21:07 Ryan Lochte Vísir/EPA Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38