Hjálpargögn komast ekki til umsáturssvæðanna í Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Myndin af Omran Daqneesh í sjúkrabifreið í Aleppo fór víða í gær. Hann bjargaðist úr loftárás sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið. Vísir/AFP „Ekki ein einasta bílalest hefur komist til umsáturssvæðanna í heilan mánuð,” sagði Staffan de Mistura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, þegar hann sleit fundi sínum með hjálparstarfshópi, sem hefur það verkefni að útvega íbúum Sýrland aðstoð. Hann sagði engan tilgang vera í því að skipuleggja hjálparstarf þegar engin leið er að komast á staðinn. Hjálparstarfsfólkinu sé ekki hleypt inn á átakasvæðin. Hann krafðist þess að tveggja sólarhringa vopnahlé verði gert í Aleppo til þess að hægt verði að koma þangað hjálpargögnum. Báðir aðilar átakanna verði að sýna svolitla mannúð. „Það sem við heyrum og sjáum er ekkert annað en átök, árásir, gagnárásir, flugskeyti, tunnusprengjur, sprengjuvörpur, vítisfallbyssur, napalm, klór, leyniskyttur, loftárásir, sjálfsvígsárásarmenn,” sagði de Mastura. Ekkert muni breytast nema allir sem hafa einhver áhrif á átökin taki sig á. Ekki dugi að Rússar og Bandaríkjamenn sýni einhverja viðleitni. Sýrlenskir hjálparstarfsmenn birtu í gær mynd af fimm ára gömlum dreng sem bjargað var út úr rústum heimilis síns í Aleppo eftir að loftárás hafði verið gerð þar. Myndin vakti sterk viðbrögð. Drengurinn, þrjú systkini hans og báðir foreldrar lifðu af árásina, sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið, þar á meðal fimm börn. Stjórnarher Bashar al Assads Sýrlandsforseta hefur gert harðar loftárásir á Aleppo undanfarna sólarhringa. Hann nýtur stuðnings rússneska hersins, sem rétt eins og stjórnarherinn segist beina árásum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Mannréttindasamtök fullyrða hins vegar að loftárásirnar hafi kostað hundruð almennar borgara lífið nú á fáum sólarhringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
„Ekki ein einasta bílalest hefur komist til umsáturssvæðanna í heilan mánuð,” sagði Staffan de Mistura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, þegar hann sleit fundi sínum með hjálparstarfshópi, sem hefur það verkefni að útvega íbúum Sýrland aðstoð. Hann sagði engan tilgang vera í því að skipuleggja hjálparstarf þegar engin leið er að komast á staðinn. Hjálparstarfsfólkinu sé ekki hleypt inn á átakasvæðin. Hann krafðist þess að tveggja sólarhringa vopnahlé verði gert í Aleppo til þess að hægt verði að koma þangað hjálpargögnum. Báðir aðilar átakanna verði að sýna svolitla mannúð. „Það sem við heyrum og sjáum er ekkert annað en átök, árásir, gagnárásir, flugskeyti, tunnusprengjur, sprengjuvörpur, vítisfallbyssur, napalm, klór, leyniskyttur, loftárásir, sjálfsvígsárásarmenn,” sagði de Mastura. Ekkert muni breytast nema allir sem hafa einhver áhrif á átökin taki sig á. Ekki dugi að Rússar og Bandaríkjamenn sýni einhverja viðleitni. Sýrlenskir hjálparstarfsmenn birtu í gær mynd af fimm ára gömlum dreng sem bjargað var út úr rústum heimilis síns í Aleppo eftir að loftárás hafði verið gerð þar. Myndin vakti sterk viðbrögð. Drengurinn, þrjú systkini hans og báðir foreldrar lifðu af árásina, sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið, þar á meðal fimm börn. Stjórnarher Bashar al Assads Sýrlandsforseta hefur gert harðar loftárásir á Aleppo undanfarna sólarhringa. Hann nýtur stuðnings rússneska hersins, sem rétt eins og stjórnarherinn segist beina árásum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Mannréttindasamtök fullyrða hins vegar að loftárásirnar hafi kostað hundruð almennar borgara lífið nú á fáum sólarhringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira