Hjálpargögn komast ekki til umsáturssvæðanna í Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Myndin af Omran Daqneesh í sjúkrabifreið í Aleppo fór víða í gær. Hann bjargaðist úr loftárás sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið. Vísir/AFP „Ekki ein einasta bílalest hefur komist til umsáturssvæðanna í heilan mánuð,” sagði Staffan de Mistura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, þegar hann sleit fundi sínum með hjálparstarfshópi, sem hefur það verkefni að útvega íbúum Sýrland aðstoð. Hann sagði engan tilgang vera í því að skipuleggja hjálparstarf þegar engin leið er að komast á staðinn. Hjálparstarfsfólkinu sé ekki hleypt inn á átakasvæðin. Hann krafðist þess að tveggja sólarhringa vopnahlé verði gert í Aleppo til þess að hægt verði að koma þangað hjálpargögnum. Báðir aðilar átakanna verði að sýna svolitla mannúð. „Það sem við heyrum og sjáum er ekkert annað en átök, árásir, gagnárásir, flugskeyti, tunnusprengjur, sprengjuvörpur, vítisfallbyssur, napalm, klór, leyniskyttur, loftárásir, sjálfsvígsárásarmenn,” sagði de Mastura. Ekkert muni breytast nema allir sem hafa einhver áhrif á átökin taki sig á. Ekki dugi að Rússar og Bandaríkjamenn sýni einhverja viðleitni. Sýrlenskir hjálparstarfsmenn birtu í gær mynd af fimm ára gömlum dreng sem bjargað var út úr rústum heimilis síns í Aleppo eftir að loftárás hafði verið gerð þar. Myndin vakti sterk viðbrögð. Drengurinn, þrjú systkini hans og báðir foreldrar lifðu af árásina, sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið, þar á meðal fimm börn. Stjórnarher Bashar al Assads Sýrlandsforseta hefur gert harðar loftárásir á Aleppo undanfarna sólarhringa. Hann nýtur stuðnings rússneska hersins, sem rétt eins og stjórnarherinn segist beina árásum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Mannréttindasamtök fullyrða hins vegar að loftárásirnar hafi kostað hundruð almennar borgara lífið nú á fáum sólarhringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
„Ekki ein einasta bílalest hefur komist til umsáturssvæðanna í heilan mánuð,” sagði Staffan de Mistura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sýrlandi, þegar hann sleit fundi sínum með hjálparstarfshópi, sem hefur það verkefni að útvega íbúum Sýrland aðstoð. Hann sagði engan tilgang vera í því að skipuleggja hjálparstarf þegar engin leið er að komast á staðinn. Hjálparstarfsfólkinu sé ekki hleypt inn á átakasvæðin. Hann krafðist þess að tveggja sólarhringa vopnahlé verði gert í Aleppo til þess að hægt verði að koma þangað hjálpargögnum. Báðir aðilar átakanna verði að sýna svolitla mannúð. „Það sem við heyrum og sjáum er ekkert annað en átök, árásir, gagnárásir, flugskeyti, tunnusprengjur, sprengjuvörpur, vítisfallbyssur, napalm, klór, leyniskyttur, loftárásir, sjálfsvígsárásarmenn,” sagði de Mastura. Ekkert muni breytast nema allir sem hafa einhver áhrif á átökin taki sig á. Ekki dugi að Rússar og Bandaríkjamenn sýni einhverja viðleitni. Sýrlenskir hjálparstarfsmenn birtu í gær mynd af fimm ára gömlum dreng sem bjargað var út úr rústum heimilis síns í Aleppo eftir að loftárás hafði verið gerð þar. Myndin vakti sterk viðbrögð. Drengurinn, þrjú systkini hans og báðir foreldrar lifðu af árásina, sem kostaði að minnsta kosti átta manns lífið, þar á meðal fimm börn. Stjórnarher Bashar al Assads Sýrlandsforseta hefur gert harðar loftárásir á Aleppo undanfarna sólarhringa. Hann nýtur stuðnings rússneska hersins, sem rétt eins og stjórnarherinn segist beina árásum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Mannréttindasamtök fullyrða hins vegar að loftárásirnar hafi kostað hundruð almennar borgara lífið nú á fáum sólarhringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira