Erlent

Fyrrum varaforsetinn farinn í útlegð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Riek Machar.
Riek Machar. Vísir/AFP
Riek Machar, sem var í sumar rekinn úr embætti varaforseta nýjasta ríkis heims, Suður-Súdan, hefur flúið land og er farinn í útlegð. Nokkrar vikur eru frá því að hersveitir honum hliðhollar réðust á höfuðborgina og börðust við her ríkisstjórnarinnar.

Eftir orrusturnar í júlí flúði hann höfuðborgina Júba og krafðist þess að hlutlausir aðilar gættu öryggis hans. Við því var ekki orðið og nú hefur hann flúið land.

Minna en ár var liðið frá undirritun friðarsamninga á milli hersveita hans og ríkisstjórnarinnar þegar hans menn réðust á höfuðborgina. Bundu þeir samningar endi á eins og hálfs árs borgarastyrjöld í landinu.

Að minnsta kostu þrjátíu þúsund fórust í borgarastyrjöldinni en mögulega fórust enn fleiri, allt að 300 þúsund. Þá misstu nærri tvær milljónir almennra borgara heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×