Erlent

Flestir vilja Støre í embætti forsætisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Jonas Gahr Støre er fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og núverandi formaður norska Verkamannaflokksins.
Jonas Gahr Støre er fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og núverandi formaður norska Verkamannaflokksins. Vísir/AFP
45 prósent Norðmanna vilja sjá Jonas Gahr Støre, formann norska Verkamannaflokksins, í embætti forsætisráðherra, samkvæmt nýrri könnun Aftenposten.

Á hæla Støre fylgir forsætisráðherrann Erna Solberg, en 37 prósent Norðmanna vilja sjá þennan formann Íhaldsflokksins í embætti forsætisráherra.

Støre segir niðurstöðuna ánægjulega. „Þrátt fyrir að ég og Solberg séu með fínar tölur, sem sveiflast svolítið milli mánaða, þá verður þetta erfið kosningabarátta sem hefst senn,“ segir Støre í samtali við Aftenposten.

Støre er jafn vinsæll nú og í síðustu sambærilegu könnun Aftenposten árið 2014 en þeim sem vilja sjá Solberg sem forsætisráðherra hefur fækkað um sjö prósent milli kannanna.

Þingkosningar verða næst haldnar í Noregi á haustmánuðum 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×