Erlent

82 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Eldurinn kom upp á þriðjudag og logar hann nú á yfir tólf þúsund hektara svæði.
Eldurinn kom upp á þriðjudag og logar hann nú á yfir tólf þúsund hektara svæði. Vísir/AFP
Yfir 82 þúsund manns hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín í Suður-Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa.

Erfiðlega hefur gengið að ná tökum á eldinum, meðal annars vegna veðurskilyrða, en slökkviliðsmenn segja þetta einn versta eldsvoða sem þeir hafi séð, enda hefur honum tekist að breiða mikið úr sér á örskömmum tíma.

Eldurinn kom upp á þriðjudag og logar hann nú á yfir tólf þúsund hektara svæði.

Slökkviliðsmenn segja eldinn stjórnlausan, en yfir 13 þúsund manns berjast nú við að reyna að ráða niðurlögum hans.

Ekki hafa borist fregnir af manntjóni, en leitarhundar eru notaðir til þess að leita í rústum húsanna að slösuðu, eða látnu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×