Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2016 16:53 Frá aðgerðum lögreglu við Krónuna í Kórahverfinu þar sem bíllinn fannst með barnið innanborðs. Vísir/Egill Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt. Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt.
Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33