Ólafur Ingi Skúlason hefur yfirgefið herbúðir tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Genclerbirligi.
Á heimasíðu félagsins kemur fram að Ólafur Ingi og Genclerbirligi hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi hans.
Ólafur Ingi, sem er 33 ára, gekk til liðs við Genclerbirligi fyrir síðasta tímabil og lék alls 26 leiki með liðinu.
Ólafur Ingi, sem er uppalinn Fylkismaður, hefur einnig leikið með Arsenal, Brentford, Helsingborg, SönderjyskE og Zulte Waregem á ferlinum.
Ólafur Ingi hefur leikið 26 landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark.
Ólafur Ingi yfirgefur Genclerbirligi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn

„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



