Fótbolti

Stuðningsmenn Juventus tóku víkingaklappið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar og félagar í landsliðinu komu af stað æði út um allan heim.
Aron Einar og félagar í landsliðinu komu af stað æði út um allan heim. vísir/vilhelm
Það sér ekki fyrir endann á vinsældum víkingaklappsins sem Íslendingar gerðu ódauðlegt á EM í sumar.

Það er búið að taka þetta klapp við hin ýmsu tækifæri út um allan heim síðan þá.

Nú síðast voru það stuðningsmenn Juventus á Ítalíu sem hlóðu í rándýrt víkingaklapp.

Það gerðu þeir á æfingasvæði félagsins er hetjur þeirra æfðu fyrir opnum tjöldum. Sjá má stuðið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×