Viðskipti innlent

Kynna nýtt frumvarp í tengslum við afnám hafta

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búist er við nýju frumvarpi um afnám gjaldeyrishafta frá fjármálaráðherra
Búist er við nýju frumvarpi um afnám gjaldeyrishafta frá fjármálaráðherra vísir/Anton Brink
Boðað hefur verið til blaðamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 17.30 í dag. Á fundinum munu Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra kynna efni frumvarps um breytingar á lögum um gjaldeyrismál. Frumvarpið var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Afnám gjaldeyrishafta hefur verið lengi á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og er eitt þeirra stóru mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn áður en gengið er til kosninga. Annað frumvarp tengt afnámi gjaldeyrishafta var samþykkt á Alþingi þann 2. júní síðastliðinn.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Nýtt haftafrumvarp lagt fram á þingi

Megintilgangur frumvarpsins að lögfesta úrræði fyrir Seðlabanka Íslands til þess að tempra innstreymi fjármagns til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×