Erlent

Danmörk: Nýjum innflytjendum fækkar í fyrsta sinn í fimm ár

Atli Ísleifsson skrifar
Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi.
Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi. Fréttablaðið/EPA
Nýjum innflytjendum í Danmörku hefur í fyrsta sinn á síðustu fimm árum fækkað milli ára. Fækkunina má að stórum hluta rekja til fækkunar innflytjenda frá Sýrlandi og Erítreu.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að frá júlímánuði 2015 til júní á þessu ári hafi 76.304 erlendir útlenskir ríkisborgar komið til Danmerkur með það að markmiði að búa í landinu. Þetta er fækkun um 1.113 manns milli ára.

Þetta er í fyrsta sinn á síðustu sjö árum sem innflytjendum frá Sýrlandi fækkar milli ára.

Hagstofa Danmerkur, sem tók tölurnar saman, skilgreinir innflytjendur sem menn sem fæddir eru í öðru landi en Danmörku og eru ekki með foreldra sem eru danskir ríkisborgarar og fæddir í Danmörku.

Dönsk stjórnvöld hafa verulega hert landamæraeftirlit og reglur um hælisleitendur á síðustu misserum vegna mikils flóttamannastraums til álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×