Erlent

Kveikt í þrettán bílum í Malmö í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Erfitt hefur reynst að sinna útköllunum þar sem íkveikjurnar eru dreifðar úr um stóran hluta borgarinnar.
Erfitt hefur reynst að sinna útköllunum þar sem íkveikjurnar eru dreifðar úr um stóran hluta borgarinnar. Vísir/Getty
Lögregla í Malmö hefur biðlað til almennings um upplýsingar eftir að kveikt var í þrettán bílum á átta mismunandi stöðum í borginni í nótt.

Brennuvargar hafa kveikt í vel á annað hundrað bíla síðustu vikurnar í borginni.

Einn var handtekinn í gærnótt vegna gruns um að hafa kveikt í bílum en bensínbrúsar og neyðarhamar fundust í bíl hans þegar hann var stöðvaður af lögreglu.

Lögreglumaðurinn Kim Hild segir í samtali við Sydsvenskan að íkveikjum hafi fjölgað mikið síðustu vikuna. Erfitt hafi reynst að sinna útköllunum þar sem íkveikjurnar eru dreifðar úr um stóran hluta borgarinnar. Hild segir of snemmt að segja til um hvort fjölmennur hópur beri ábyrgð á íkveikjunum.

Þyrlur hafa meðal annars verið notaðar í leit að brennuvörgunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×