Kvikmyndir á borð við þessa eru svo mikilvægar Magnús Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2016 10:00 Juan Carlos Suarez Leyva býr á Íslandi í dag eftir að hafa komið hingað 2009 og orðið ástfangin af landinu. Kvikmynd getur veitt okkur innsýn í veruleika sem var okkur ókunnugur, breytt fordómum í skilning og umburðarlyndi. Kúbanska kvikmyndin VIVA, eftir leikstjórann Paddy Breathnach, er einmitt slík mynd en hún verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi fimmtudag. VIVA fjallar um Jesus, ungan mann sem vinnur við förðun á drag-skemmtistað í Havana á Kúbu, en dreymir um að koma sjálfur fram. VIVA er dramatísk átakasaga sem hefur þegar vakið athygli langt út fyrir landsteina Kúbu en Juan Carlos Suarez Leyva þekkir vel til umfjöllunarefnis myndarinnar sem og aðalleikarans. Juan Carlos er frá Guantanamo á Kúbu en hefur verið búsettur á Íslandi síðustu ár. „Ég elska borgina mína og þegar ég kom til Íslands í fyrsta skipti þá fylgdi því ákaflega sérstök tilfinning vegna þess að þá áttaði ég mig á því að Reykjavík er svipuð að stærð og mannfjölda og fann fyrir ýmsum svipuðum eiginleikum þessara tveggja borga. Ég kom hingað fyrst árið 2009 sem ferðamaður og það var í fyrsta skipti sem ég fór frá Kúbu. Ég einfaldlega kolféll fyrir landinu og ákvað því að vera hér áfram, rétt eins og svo margir sem hingað koma.“Gjörólík samfélög Juan Carlos býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum en hann segir að það sé ákaflega frábrugðið að vera hommi á Kúbú en á Íslandi. „Það er samt alls ekki eins og margir halda að það sé. Það er til að mynda komið vel fram við samkynhneigða innan millistéttarinnar. En það fylgja því hins vegar mun fleiri og erfiðari vandamál fyrir þá sem eru af lágstétt. Það hefur í raun verið trans-samfélagið á Kúbu sem hefur mátt þola mestan skaða. En kannski er erfitt fyrir mig að meta þetta þar sem ég vann við útvarp og sjónvarp á Kúbu og þar var þetta allt miklu opnara. Fyrir mig var því aldrei vandamál á Kúbu að vera samkynhneigður, ég naut stuðnings fjölskyldunnar en það eru ekki allir svo heppnir. Þetta var engu að síður allt öðruvísi en hér á Íslandi. Á Kúbu er ekki þessi hefð sem er fyrir sambúð og að auki þá eru samkynhneigð hjónabönd ekki leyfð. Þetta var eitt af því sem fékk mig til þess að vilja vera áfram á Íslandi. Mig langaði til þess að geta verið áfram hjá mínum maka og að hafa þetta sambúðar- og hjónabandsval sem breytir í raun svo miklu.“Atriði úr kvikmyndinni VIVA en myndin hefur þegar vakið mikla athygli.Mikið feðraveldi Kvikmyndin VIVA fjallar fyrst og fremst um drag-samfélagið á Kúbu sem Juan Carlos segir að sé í raun bundið við höfuðborgina. „Fyrir þá sem eru í drag þá er þetta mun erfiðara en fyrir samkynhneigða og það kemur ákaflega sterkt fram í myndinni. Þetta er að stórum hluta stéttbundið vandamál því þessi athöfn að klæða sig eins og kona og koma fram sem kona virðist enn mæta ákveðnum fordómum. Þetta virðist vekja með fólki ákaflega sterkar og neikvæðar tilfinningar og það leiðir til þess að margir sem gerast dragdrottningar í dag þurfa enn að búa við það að vera hafnað af sínum fjölskyldum og að vera jaðarsettir í samfélaginu. Kúba er ákaflega karllægt samfélag. Þetta er mikið feðraveldi þar sem ákveðið vald gengur frá föður til sonar og menn vilja ekki að synir sínir séu að taka þátt í einhverju á borð við dragsýningar.“Í VIVA segir frá þeim átökum sem geta fylgt því að koma út sem drag í kúbönsku samfélagi.Áhrifamáttur kvikmynda En skyldi kvikmynd á borð við VIVA hafa áhrif á samfélagið og afstöðu þess. „VIVA var frumsýnd á stærstu kvikmyndahátíð Kúbu og einnig á stöðum sem tengjast hinsegin samfélaginu með einum eða öðrum hætti. Ég talaði við aðalleikarann, Héctor Medina, og hann hafði á orði hversu dásamlegt var að sjá heilu fjölskyldurnar koma saman í bíó. Að sjá fólk koma til þess að kynnast þessum heimi og leggja meira á sig til þess að skilja ástvini sína en það hafði kannski áður gert. Á tíunda áratungum höfðum við kvikmyndina Fresa y Chocolate (Jarðarber og súkkulaði) sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna og hafði gríðarleg áhrif. Þar sögðum við frá okkar hinsegin samfélagi sem hafði lengi verið einangrað og jaðarsett og fólk getur rétt ímyndað sér hversu mikil áhrif vinsældir slíkrar myndar getur haft. Það er ástæðan fyrir því að það er mikilvægt að fá myndir á borð við VIVA og það er mikilvægt að fólk fari í bíó að sjá svona myndir. Eftir að ég sá þessa mynd þá grét ég alla leiðina heim vegna þess að þetta er áhrifarík mynd. Ég veit að hlutir eins og gerast í VIVA eru enn að gerast heima á Kúbu og ég veit hvað þetta er erfitt fyrir marga þó svo ég hafi persónulega ekki farið í gegnum þessa lífsreynslu. Lífið er erfitt fyrir marga sem vilja koma út sem drag-drottningar og annað hinsegin fólk. Þess vegna er Ísland paradís fyrir mér – paradís fyrir hinsegin samfélagið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst. Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Kvikmynd getur veitt okkur innsýn í veruleika sem var okkur ókunnugur, breytt fordómum í skilning og umburðarlyndi. Kúbanska kvikmyndin VIVA, eftir leikstjórann Paddy Breathnach, er einmitt slík mynd en hún verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi fimmtudag. VIVA fjallar um Jesus, ungan mann sem vinnur við förðun á drag-skemmtistað í Havana á Kúbu, en dreymir um að koma sjálfur fram. VIVA er dramatísk átakasaga sem hefur þegar vakið athygli langt út fyrir landsteina Kúbu en Juan Carlos Suarez Leyva þekkir vel til umfjöllunarefnis myndarinnar sem og aðalleikarans. Juan Carlos er frá Guantanamo á Kúbu en hefur verið búsettur á Íslandi síðustu ár. „Ég elska borgina mína og þegar ég kom til Íslands í fyrsta skipti þá fylgdi því ákaflega sérstök tilfinning vegna þess að þá áttaði ég mig á því að Reykjavík er svipuð að stærð og mannfjölda og fann fyrir ýmsum svipuðum eiginleikum þessara tveggja borga. Ég kom hingað fyrst árið 2009 sem ferðamaður og það var í fyrsta skipti sem ég fór frá Kúbu. Ég einfaldlega kolféll fyrir landinu og ákvað því að vera hér áfram, rétt eins og svo margir sem hingað koma.“Gjörólík samfélög Juan Carlos býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum en hann segir að það sé ákaflega frábrugðið að vera hommi á Kúbú en á Íslandi. „Það er samt alls ekki eins og margir halda að það sé. Það er til að mynda komið vel fram við samkynhneigða innan millistéttarinnar. En það fylgja því hins vegar mun fleiri og erfiðari vandamál fyrir þá sem eru af lágstétt. Það hefur í raun verið trans-samfélagið á Kúbu sem hefur mátt þola mestan skaða. En kannski er erfitt fyrir mig að meta þetta þar sem ég vann við útvarp og sjónvarp á Kúbu og þar var þetta allt miklu opnara. Fyrir mig var því aldrei vandamál á Kúbu að vera samkynhneigður, ég naut stuðnings fjölskyldunnar en það eru ekki allir svo heppnir. Þetta var engu að síður allt öðruvísi en hér á Íslandi. Á Kúbu er ekki þessi hefð sem er fyrir sambúð og að auki þá eru samkynhneigð hjónabönd ekki leyfð. Þetta var eitt af því sem fékk mig til þess að vilja vera áfram á Íslandi. Mig langaði til þess að geta verið áfram hjá mínum maka og að hafa þetta sambúðar- og hjónabandsval sem breytir í raun svo miklu.“Atriði úr kvikmyndinni VIVA en myndin hefur þegar vakið mikla athygli.Mikið feðraveldi Kvikmyndin VIVA fjallar fyrst og fremst um drag-samfélagið á Kúbu sem Juan Carlos segir að sé í raun bundið við höfuðborgina. „Fyrir þá sem eru í drag þá er þetta mun erfiðara en fyrir samkynhneigða og það kemur ákaflega sterkt fram í myndinni. Þetta er að stórum hluta stéttbundið vandamál því þessi athöfn að klæða sig eins og kona og koma fram sem kona virðist enn mæta ákveðnum fordómum. Þetta virðist vekja með fólki ákaflega sterkar og neikvæðar tilfinningar og það leiðir til þess að margir sem gerast dragdrottningar í dag þurfa enn að búa við það að vera hafnað af sínum fjölskyldum og að vera jaðarsettir í samfélaginu. Kúba er ákaflega karllægt samfélag. Þetta er mikið feðraveldi þar sem ákveðið vald gengur frá föður til sonar og menn vilja ekki að synir sínir séu að taka þátt í einhverju á borð við dragsýningar.“Í VIVA segir frá þeim átökum sem geta fylgt því að koma út sem drag í kúbönsku samfélagi.Áhrifamáttur kvikmynda En skyldi kvikmynd á borð við VIVA hafa áhrif á samfélagið og afstöðu þess. „VIVA var frumsýnd á stærstu kvikmyndahátíð Kúbu og einnig á stöðum sem tengjast hinsegin samfélaginu með einum eða öðrum hætti. Ég talaði við aðalleikarann, Héctor Medina, og hann hafði á orði hversu dásamlegt var að sjá heilu fjölskyldurnar koma saman í bíó. Að sjá fólk koma til þess að kynnast þessum heimi og leggja meira á sig til þess að skilja ástvini sína en það hafði kannski áður gert. Á tíunda áratungum höfðum við kvikmyndina Fresa y Chocolate (Jarðarber og súkkulaði) sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna og hafði gríðarleg áhrif. Þar sögðum við frá okkar hinsegin samfélagi sem hafði lengi verið einangrað og jaðarsett og fólk getur rétt ímyndað sér hversu mikil áhrif vinsældir slíkrar myndar getur haft. Það er ástæðan fyrir því að það er mikilvægt að fá myndir á borð við VIVA og það er mikilvægt að fólk fari í bíó að sjá svona myndir. Eftir að ég sá þessa mynd þá grét ég alla leiðina heim vegna þess að þetta er áhrifarík mynd. Ég veit að hlutir eins og gerast í VIVA eru enn að gerast heima á Kúbu og ég veit hvað þetta er erfitt fyrir marga þó svo ég hafi persónulega ekki farið í gegnum þessa lífsreynslu. Lífið er erfitt fyrir marga sem vilja koma út sem drag-drottningar og annað hinsegin fólk. Þess vegna er Ísland paradís fyrir mér – paradís fyrir hinsegin samfélagið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst.
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira