Trump gagnrýndi sérstaklega fréttastofu CNN og tísti eftirfarandi í morgun.
Ratings challenged @CNN reports so seriously that I call President Obama (and Clinton) "the founder" of ISIS, & MVP. THEY DON'T GET SARCASM?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2016
Trump fékk tækifæri til þess að skýra ummæli sín þegar hann var spurður hvort að hann átt við að Obama hafi átt þátt í að skapa ástandið í Mið-Austurlöndum sem gat af sér hryðjuverkasamtökin ISIS. Trump hafnaði því hins vegar og sagðist ekki hafa átt við það.
„Nei, ég átti við að hann stofnaði ISIS,“ sagði Trump í útvarpsviðtali. Viðurkenndi sagði síðar í þættinum að ef Obama hefði staðið sig í starfi hefði ISIS aldrei orðið til. „Þess vegna er Obama stofnandi ISIS.“
Trump hefur lengi gagnrýnt Obama og Clinton fyrir utanríkisstefnu þeirra sem hann segir að hafi skapað svigrúm í Mið-Austurlöndum fyrir ISIS. Hillary Clinton, forsetefni Demókrata hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í skoðanakönnunum á meðan Trump glímir við ýmiskonar vandræði en átök eru innan flokksins um kosningabaráttu Trump sem þótt hefur umdeild.