Erlent

Mænusótt greinist aftur í Nígeríu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Tvö ný tilfelli af mænusótt hafa greinst í Nígeríu, en það er í fyrsta sinn sem sjúkdómurinn greinist þar í landi frá árinu 2014. Tvö börn í norðausturhluta landsins hafa lamast af völdum sjúkdómsins, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Stofnunin segir þetta mikið áfall enda hafi yfirvöld í Nígeríu unnið hörðum höndum að því að útrýma sjúkdómnum, en því var fagnað í síðasta mánuði að sjúkdómurinn hafi ekki komið upp í tvö ár. Nú sé forgangsmál að passa upp á að fleiri börn smitist ekki af veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×