Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Fasteignaverð í London hefur að meðaltali lækkað um 4,7 milljónir frá Brexit-kosningunum. vísir/epa Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008. Brexit Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008.
Brexit Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira