Ekkert bendir til þess að hringlaga blettir bæti árangur íþróttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 20:00 Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira