Líbískir hópar sem njóta stuðnings Bandaríkjahers segjast nú ráða yfir byggingum sem hafa þjónað hlutverki höfuðstöðva hryðjuverkahópsins ISIS í líbísku borginni Sirte.
Í frétt BBC er haft eftir talsmanni sveitanna að Ouagadougou-ráðstefnuhöllin sé nú í þeirra höndum og liðsmenn ISIS hafi hörfað þaðan.
Sirte er borg á Miðjarðarhafsströnd Líbíu og hefur verið helsta vígi ISIS í landinu.
ISIS-liðar hafa ráðið lögum og lofum í borginni frá febrúar 2015.
