Erlent

Hælisleitandi handtekinn í Danmörku eftir sprengjuhótun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögreglan í Nyborg í Danmörku hefur handtekið 22 ára gamlan hælisleitenda eftir að hann hótaði að sprengja sjálfan sig í loft upp í aðsetri fyrir hælisleitendur.

Lögreglan telur að maðurinn hafa viljað fá leyfi til að hitta fyrrverandi kærustu sína. Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins.

Pláss er fyrir 500 einstaklinga í byggingunni og var maðurinn á þakinu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Fjóni kemur fram að allir íbúar séu óhultir.  Flugbann var yfir svæðinu en því hefur nú verið aflétt.

Maðurinn er í haldi lögreglu, en í ljós kom að engin sprengja var meðferðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×