Erlent

Einn ríkasti maður Bretlands látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gerald Cavendish Grosvenor, hertoginn af Westminster.
Gerald Cavendish Grosvenor, hertoginn af Westminster.
Gerald Cavendish Grosvenor, betur þekktur sem hertoginn af Westminster, lést skyndilega í gær eftir veikindi á konunglega Preston-sjúkrahúsinu í Lancashire, 64 ára að aldri. Var hann einn ríkasti maður Bretlands og náinn vinur Karls Bretaprins.

Auður hertogans var metinn á 9,4 milljarða punda, um 1.300 milljarða íslenskra króna samkvæmt lista Sunday Times yfir ríkustu einstaklinga Bretlands og var hann þá talinn sjötti ríkasti maður Bretlands.

Hertoginn hafði hagnast gríðarlega á eignum sínum í miðbæ Lundúna þar sem félag hans átti mikið af eignum, bæði íbúðum sem og verslunarplássi. Þá átti hann miklar eignir á Skotlandi og á Spáni.

Hann og Karl Bretaprins voru nánir vinir og var hann guðfaðir Vilhjálms Bretaprins. Þá er sonur hertogans guðfaðir Georgs Bretaprins, sonar Vilhjálms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×