Finnur leiðina út í Goya en ekki hjá Mikka mús Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:45 Stefán Hallur Stefánsson tekst á við einleikinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, eftir Rodrigo Garcia. Visir/Ernir Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, er heiti einleiks sem Stefán Hallur Stefánsson leikari frumsýnir í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur, á leiklistarhátíðinni Act Alone á Suðureyri næsta laugardag. Elfar Logi Hannesson, stjórnandi og upphafsmaður hátíðarinnar, segir að frumsýning Stefáns Halls á laugardagskvöldið marki hámark hátíðarinnar en Stefán Hallur kippir sér nú ekki mikið upp við pressuna heldur hlær bara við: „Það er ekki vanþörf á. Það er eins gott að ég standi mig.“Kýldum á þetta Stefán Hallur segir að Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, sé verk sem var skrifað 2004 af argentínska leikskáldinu Rodrigo Garcia sem starfar nú aðallega í Frakklandi og á Spáni. „Hann hefur reyndar mest verið að vinna á kantinum eins og það er kallað að vera í jaðri leiklistarinnar. Þetta er höfundur sem hefur verið að sprengja utan af sér normið og formið og er talsvert mikið niðri fyrir hvað varðar þetta nútímasamfélag sem við búum öll í. En þetta var sýnt í Þýskalandi árið 2011 og í Bretlandi 2014 og svo er þetta að fara að fá sína norrænu frumsýningu hjá okkur á Suðureyri á laugardagskvöldið. Þetta verk varð þannig á vegi mínum að Pétur Ármannsson, vinur minn, benti mér á þetta. Hann hafði séð þetta úti í Þýskalandi og við ræddum það í tengslum við annað verkefni sem við vorum að skoða á þeim tíma. En síðan sat þessi texti alltaf í mér og ég ákvað að skutla honum á Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, en við höfum átt mjög gott samstarf að undanförnu. Henni leist svo vel á þetta að hún lagði til að við kýldum bara á þetta og eftir það varð ekki aftur snúið. Nú er komið að frumsýningu á Act Alone og svo ætlum við að keyra þetta í Þjóðleikhúsinu frá og með 15. október á nýju leikári.“Goya eða Mikki mús Spurður hvort verkið sé pólitískt þá segir Stefán Hallur að það sé það í rauninni ekki. „Þetta er mun fremur samfélagslegt verk. Þetta er dáldið súrrealísk einræða að ákveðnu leyti enda er þarna á ferðinni maður í tilfinningalegum bræðsluofni yfir því hvað það er erfitt og dapurt að vera nútímamaður. Hann tekst á við tilgangsleysi okkar og botnlausa efnishyggju nútímasamfélags og skipuleggur flótta. Býr sér til plan og skipuleggur æðisgenginn flótta, ásamt tveimur sonum sínum, frá þessu skilyrta samfélagi sem hann vill meina að við búum í. Markmiðið er að brjótast inn á Prado-listasafnið í Madrid og horfa á listaverkið hans Goya. Það er hans lausn út úr þessum vanda nútímasamfélags en synir hans vilja frekar fara í Disneyland í París. Það er þeirra lausn. Verkið er unnið undir áhrifum efnahagskreppunnar og er vissulega grimm gagnrýni á það sem ég vil meina að sé andvaraleysi nútímamannsins.“ Stefán Hallur tekur fram að verkið sé þó engin predikun þó svo þarna sé vissulega að finna ákveðinn boðskap. „En það er þarna einhvers staðar ákveðinn siðferðilegur, sómasamlegur boðskapur en hann er dáldið vel falinn í hringiðu reiði, kvenfyrirlitningar og kúgunar. En þetta er fyrst og fremst saga af einstaklingi í nútímasamfélagi sem er dáldið aftengdur raunveruleikanum eins og við upplifum hann. Einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem á einhvern hátt er andlega og efnislega gjaldfallið. Hann leitar leiðarinnar út og hann finnur hana í gömlu meisturunum en ekki í Mikka mús.“Klisjan er sönn Stefán Hallur hefur áður prófað að takast á við einleiksformið þegar hann lék Djúpið eftir Jón Atla Jónasson á sínum tíma en þá reyndar á ensku. „Þannig að ég hef aðeins fengið nasasjón af þessu formi og mér finnst það spennandi. Klisjan er einhvern veginn sönn; þú hefur engan annan en sjálfan þig, leikstjórann og áhorfendur og það er áhugavert að takast á við slíkt. Þetta er leiklist án öryggisnets þannig að það er eins gott að vanda sig. En þetta er líka allt að smella. Við erum tilbúin og hlökkum mikið til þess að mæta áhorfendum á þessari frábæru hátíð sem vex ásmegin með hverju árinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, er heiti einleiks sem Stefán Hallur Stefánsson leikari frumsýnir í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur, á leiklistarhátíðinni Act Alone á Suðureyri næsta laugardag. Elfar Logi Hannesson, stjórnandi og upphafsmaður hátíðarinnar, segir að frumsýning Stefáns Halls á laugardagskvöldið marki hámark hátíðarinnar en Stefán Hallur kippir sér nú ekki mikið upp við pressuna heldur hlær bara við: „Það er ekki vanþörf á. Það er eins gott að ég standi mig.“Kýldum á þetta Stefán Hallur segir að Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, sé verk sem var skrifað 2004 af argentínska leikskáldinu Rodrigo Garcia sem starfar nú aðallega í Frakklandi og á Spáni. „Hann hefur reyndar mest verið að vinna á kantinum eins og það er kallað að vera í jaðri leiklistarinnar. Þetta er höfundur sem hefur verið að sprengja utan af sér normið og formið og er talsvert mikið niðri fyrir hvað varðar þetta nútímasamfélag sem við búum öll í. En þetta var sýnt í Þýskalandi árið 2011 og í Bretlandi 2014 og svo er þetta að fara að fá sína norrænu frumsýningu hjá okkur á Suðureyri á laugardagskvöldið. Þetta verk varð þannig á vegi mínum að Pétur Ármannsson, vinur minn, benti mér á þetta. Hann hafði séð þetta úti í Þýskalandi og við ræddum það í tengslum við annað verkefni sem við vorum að skoða á þeim tíma. En síðan sat þessi texti alltaf í mér og ég ákvað að skutla honum á Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, en við höfum átt mjög gott samstarf að undanförnu. Henni leist svo vel á þetta að hún lagði til að við kýldum bara á þetta og eftir það varð ekki aftur snúið. Nú er komið að frumsýningu á Act Alone og svo ætlum við að keyra þetta í Þjóðleikhúsinu frá og með 15. október á nýju leikári.“Goya eða Mikki mús Spurður hvort verkið sé pólitískt þá segir Stefán Hallur að það sé það í rauninni ekki. „Þetta er mun fremur samfélagslegt verk. Þetta er dáldið súrrealísk einræða að ákveðnu leyti enda er þarna á ferðinni maður í tilfinningalegum bræðsluofni yfir því hvað það er erfitt og dapurt að vera nútímamaður. Hann tekst á við tilgangsleysi okkar og botnlausa efnishyggju nútímasamfélags og skipuleggur flótta. Býr sér til plan og skipuleggur æðisgenginn flótta, ásamt tveimur sonum sínum, frá þessu skilyrta samfélagi sem hann vill meina að við búum í. Markmiðið er að brjótast inn á Prado-listasafnið í Madrid og horfa á listaverkið hans Goya. Það er hans lausn út úr þessum vanda nútímasamfélags en synir hans vilja frekar fara í Disneyland í París. Það er þeirra lausn. Verkið er unnið undir áhrifum efnahagskreppunnar og er vissulega grimm gagnrýni á það sem ég vil meina að sé andvaraleysi nútímamannsins.“ Stefán Hallur tekur fram að verkið sé þó engin predikun þó svo þarna sé vissulega að finna ákveðinn boðskap. „En það er þarna einhvers staðar ákveðinn siðferðilegur, sómasamlegur boðskapur en hann er dáldið vel falinn í hringiðu reiði, kvenfyrirlitningar og kúgunar. En þetta er fyrst og fremst saga af einstaklingi í nútímasamfélagi sem er dáldið aftengdur raunveruleikanum eins og við upplifum hann. Einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem á einhvern hátt er andlega og efnislega gjaldfallið. Hann leitar leiðarinnar út og hann finnur hana í gömlu meisturunum en ekki í Mikka mús.“Klisjan er sönn Stefán Hallur hefur áður prófað að takast á við einleiksformið þegar hann lék Djúpið eftir Jón Atla Jónasson á sínum tíma en þá reyndar á ensku. „Þannig að ég hef aðeins fengið nasasjón af þessu formi og mér finnst það spennandi. Klisjan er einhvern veginn sönn; þú hefur engan annan en sjálfan þig, leikstjórann og áhorfendur og það er áhugavert að takast á við slíkt. Þetta er leiklist án öryggisnets þannig að það er eins gott að vanda sig. En þetta er líka allt að smella. Við erum tilbúin og hlökkum mikið til þess að mæta áhorfendum á þessari frábæru hátíð sem vex ásmegin með hverju árinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira