Erlent

Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Tyrkneskir hermenn héldu inn til Sýrlands í síðustu viku.
Tyrkneskir hermenn héldu inn til Sýrlands í síðustu viku. Vísir/AFP
Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir að bardagar tyrkneska stjórnarhersins og sveita á bandi Tyrkja við hersveitir Kúrda í norðurhluta Sýrlands séu óásættanlegar og verði að ljúka.

Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta, segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni.

Stjórnarher Tyrkja hefur gert árásir á það sem Tyrklandsstjórn segir kúrdíska hryðjuverkamenn, allt frá því að tyrkneski herinn sendi herlið yfir landamærin að Sýrlandi í síðustu viku. Kúrdar hafa átt mikinn þátt í að hrekja liðsmenn ISIS frá stórum landsvæðum nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands.

Uppreisnarmenn Kúrda í YPG-sveitunum segja að með aðgerðum sínum vilji Tyrkir einungis hertaka sýrlenskt landsvæði.

Talsmenn Tyrklandsstjórnar segja að uppreisnarsveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta sem hryðjuverkamenn, verði að hörfa frá landsvæðum vestan Efrat-árinnar og til austurs.


Tengdar fréttir

Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands

Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×