Enski boltinn

Guardiola hefur enn ekki horft á United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City. Vísir/Getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur ekkert horft á leiki Manchester United þó svo að liðin munu mætast í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Guardiola hefur þó tíma til að kynna sér leiki United enda verður nú gert hlé á deildinni vegna landsleikja.

„Ég hef núna tíu daga til að skoða leiki United, Borussia Mönchengladbach og annarra liða,“ sagði Guardiola en stutt er í að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefjist einnig.

City hefur farið mjög vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er á toppi deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar með fullt hús stiga og besta markahlutfallið.

„Við þurfum að spila stórkostlega til að vinna á Old Trafford,“ sagði Guardiola en United er sömuleiðis búið að vinna alla þrjá leiki sína til þessa í deildinni.

„Ég hlakka til að upplifa stemninguna á vellinum og vona bara að leikmenn mínir komi heilir til baka úr landsleikjunum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×